Nýtt

Ný stjórn

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands fór fram í fundasal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, mánudaginn 22. maí. Alls

Ólympíuævintýri í Grikklandi í sumar fyrir 20-30 ára!

Hefur þú áhuga á að taka þátt í tveggja viknaÓlympíuævintýri í Grikklandi í sumar? Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimurþátttakendum, kven- og karlkyns, á námskeið ungs íþróttafólks(20 til 30 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíuí Grikklandi dagana 10.- 22. júní næstkomandi. Að þessu sinni eraðal umfjöllunarefnið „Nýsköpun í kennslu íþrótta og fræðsluum ólympísk gildi og hvernig getur Ólympíuhreyfingin laðað tilsín ungt fólk“. Þetta er einstakt tækifæri til að kynna sérstarfsemi Alþjóða Ólympíuakademíunnar ásamt því að taka þáttí umræðum um gildi og hugsjónir Ólympíuhreyfingarinnar.Flugferðir, gisting og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri ííþróttagrein (-greinum) og/eða sinntkennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar,ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar sérstakanáhuga. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ensku og/eða frönskuog vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. Þátttakendur taka þátt í alþjóðlegu námskeiðahaldi í tæpartvær vikur og búa á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar íÓlympíu. Unnið er í lotum fyrir hádegi sem gjarnan lýkur áumræðum. Að því loknu er ýmislegt gert til að hrista hópinnsaman; keppt í allskonar íþróttum, farið á ströndina og ískoðunarferðir. Reynsla þeirra sem hafa farið er að þau hafaöðlast dýpri skilning á sögu Ólympíuleikanna, fyrir hvaðÓlympíuhugsjónin stendur og hvernig megi miðla þeirri þekkinguáfram. Það dýrmætasta hafi þó verið vináttuböndin semþátttakendur mynda að lokinni tveggja vikna dvöl. Eins og þausögðu sem fóru í fyrra að þetta var eins og sumarbúðir fyrirfullorðna sem hafa áhuga á íþróttum og fræðslu.Umsóknarfrestur er til 25. apríl Skráning fer fram hér; https://www.isi.is/fraedsla/olympiuakademian/ Nánar um IOA (International Olympic Academy) og aðsetur þátttakendaí Ólympíu í Grikklandi. Sjá myndir frá staðnum meðal annars. https://www.ioa.org.gr/the-academy/premises [1] Hér má nálgast instagramstories frá þátttakendum sem fóru ífyrra þar sem þau deila frá reynslu sinni og sýna svipmyndir. Part 1:https://www.instagram.com/stories/highlights/18218802901199612/ Part 2: https://www.instagram.com/stories/highlights/18126302425303510/[2] Frekari upplýsingar veitir Þórarinn Alvar Þórarinsson,sérfræðingur á Fræðslu-og almenningsíþróttasviði ÍSÍ, ísími 514 4000 eða á alvar@isi.is.