25. nóvember 2019

Stjórnarfundur DSÍ 25. nóvember 2019

Mætt voru: Bergrún Stefánsdóttir (BS), Sandra Baldvinsdóttir (SB), Óskar Eiríksson (ÓE) og Guðbjörn Sverrir Hreinsson (GSH).

Eva Björk Sveinsdóttir (EBS), Jóhann Gunnar Arnarsson (JGA) og Örn Ingi Björgvinsson (ÖIB) boðuðu forföll.

  1. Erindi HK, dags. 4. nóvember 2019. Lagt er til að dansparinu Atla Þór Gíslasyni og Rósu Kristínu Hafsteinsdóttur verði bætt í landsliðið. Samþykkt.

 

  1. Erindi DÍK, dags. 5. nóvember 2019. Lagt er til að dansparinu Þór Björgvinssyni og Sine Marie Thorgilsen verði bætt í landsliðið. Samþykkt.

 

  1. Breytingatillögur – landsliðið. Farið var yfir drög að breytingum á reglum um val í landsliðið og reglum fyrir landsliðið. Samþykktar voru nýjar reglur.

 

  1. RIG 2020. BS gerði grein fyrir undirbúningi RIG. Ákveðið var að kaupa auglýsingu á samskiptamiðlinum Facebook en kostnaðurinn er 21.000 kr. BS sækir fund 27. nóvember með RIG og RÚV. BS lætur aðildarfélögin vita af breyttri dagsetningu og biður þau að vekja athygli iðkenda og aðstandenda á henni.

 

  1. Erindi frá Ragnari Sverrissyni. Styrkir vegna WDSF móta verða einungis greiddir eftir mót, en ekki fyrirfram. Tekið var út eyðublað á heimasíðu DSÍ um “Ábyrgð á endurgreiðslu”. BS mun svara erindi RS.

 

  1. Skýrslur ÍSÍ og WDSF. Búið er að skila í nóvember þremur skýrslum. Þetta eru skýrsla til WDSF, þriðja skilagrein til ÍSÍ vegna afrekssjóðs og skýrsla til ÍSÍ vegna afreksstarfs sérsambanda. Þá þarf að gera skilaskýrslu til ÍSÍ vegna afrekssjóðs fyrir 30. nóvember, með áætlun fyrir næstu þrjú ár.

 

  1. Formannafundur ÍSÍ. Fundurinn verður haldinn 29. nóvember. BS sækir fundinn.

 

  1. Dansþing 2020. Ákveðið var að halda dansþing DSÍ hinn 13. maí 2020. BS er búin að bóka fundarsalinn hjá ÍSÍ.

 

  1. Fjárhagur. BS fór yfir fjárhagsstöðuna. Búið er að færa allar færslur til og með 22. nóvember.

 

  1. Önnur mál.

a. Fjársvik á árinu 2018. Borist hefur fyrirspurn frá lögregluyfirvöldum í Þýskalandi í tengslum við fjársvik sem DSÍ varð fyrir en málið teygir þangað anga sína. Leggja þarf fram kæru hjá lögreglu hér í landi og reyna að endurheimta féð.

b. Dómararéttindi. BS fór yfir dómaraleyfi sem þarf að endurnýja og fyrirspurn um að öðlast dómararéttindi.

c. NEC fundur í Osló. ÖIB sækir fundinn.

d. Samþykkt var að skoða að hafa keppnisgjald og ekki aðgangseyri á dansmótinu í febrúar á næsta ári. ÓE tekur saman fyrir næsta stjórnarfund kostnaðaráætlun.

e. Ákveðið var að halda næsta stjórnarfund 11. desember 2019, kl. 17:00.

Þannig fram farið.
Sandra Baldvinsdóttir