17. september 2019

Stjórnarfundur DSÍ 17. september 2019

Mætt voru: Bergrún Stefánsdóttir (BS), Sandra Baldvinsdóttir (SB), Óskar Eiríksson (ÓE),  Guðbjörn Sverrir Hreinsson (GSH), Eva Björk Sveinsdóttir (EBS), Jóhann Gunnar Arnarsson (JGA) og Örn Ingi Björgvinsson (ÖIB).

1. Umsóknir í landsliðið

Dansfélag Reykjavíkur leggur til að bætt verði við pari í landsliðið, Pétri Fannari Gunnarssyni og Polinu Oddr. Samþykkt. DÍK leggur til að Sigurði Þór Sigurðssyni og Önnulisu Zoanetti verði bætt í landsliðið. Samkvæmt gildandi reglum um val í landsliðið verða aðeins pör í meistaraflokki fullorðinna valin í landsliðið en ekki flokki atvinnumanna. Erindinu var því hafnað en samþykkt að taka 8. gr. reglna um val í landslið DSÍ til endurskoðunar á næsta stjórnarfundi.

2. Erindi frá DÍH

DÍH óskar eftir að fá að halda Lottó danskeppnina 2. og 3. nóvember 2019. Samþykkt.

3. Vefsíða

Farið var yfir úrbætur sem þarf að gera á síðunni.

4. Skráningarkerfi fyrir keppendur/mót

Ákveðið var að ÓE búi til nýtt skráningarkerfi. Einnig var rætt um þörf fyrir nýtt kerfi fyrir dómgæslu.

5. Fjárhagsáætlun

Farið var yfir fjárhagsáætlun landsliðsnefndar.

6. Afrekssjóður

DSÍ hefur ekki enn fengið úthlutað frá ÍSÍ úr afrekssjóði. Búið er að skila skýrslu til ÍSÍ og er gert ráð fyrir því að fyrsta greiðsla berist DSÍ seinna í mánuðinum.

7. Útbreiðslu- og fjáröflunarnefnd

ÓE greindi frá fundi nefndarinnar 12. september 2019 og tillögum um að leita að styrkjum fyrir mót. Áhyggjur eru af fækkun í íþróttinni. Nefndin leggur til að skoðað verði að hafa einstaklingskeppnir á mótum og að klæðareglur verði rýmkaðar til að auðvelda inngöngu í íþróttina. Einnig leggur nefndin til að gera íþróttina sýnilegri, t.d. á samfélagsmiðlum og viðburðum eins og 17. júní, Menningarnótt o.fl. Þá leggur nefndin til að aðildarfélögunum verði kynntur möguleiki á styrkjum úr Íþróttasjóði hjá Rannís, https://www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/ithrottasjodur/.

8. RIG 2020

Hlutur dans verður stærri á RIG 2020 en áður. Mikilvægt er að fá erlend pör á keppnina og ræddar voru leiðir til þess. Hægt er að fá frían bílaleigubíl til að keyra dómara en sækja þarf um hann tímanlega.

9. Dómaramál

Ákveðið var að hafa 5 dómara á mótum DSÍ keppnistímabilið 2019-2020. JGA er byrjaður að undirbúa að fá dómara á fyrirhuguð mót.

10. Hótelmál

EBS mun leita tilboða í gistingu fyrir dómara.

11. Önnur mál

  • Ákveðið var að halda stjórnarfund 23. október 2019, kl. 17:00.
  • Stefnt er að því að halda formannafund 30. október 2019 í húsnæði ÍSÍ.

Þannig fram farið. 
Sandra Baldvinsdóttir