21. ágúst 2019

Stjórnarfundur DSÍ 21. ágúst 2019

Mætt: Bergrún Stefánsdóttir (BS), Eva Sveinsdóttir (ES), Óskar Eiríksson (ÓE), Guðbjörn Sverrir Hreinsson (GSH), Örn Ingi Björgvinsson (ÖIB). 

Fjarverandi: Sandra Baldvinsdóttir (SB) og Jóhann Gunnar Arnarsson (JGA)

1. Punktar um landsliðsmál.

  • Rætt um dagskrá haustsins og vetrarins. Eins rætt um fyrirlesara og æfingar hjá erlendum kennurum. 
  • Rætt um stuðning við dansara með þjónustu frá nuddara eða sjúkraþjálfara. Ákveðið var að skilgreina ferli til að taka á móti umsóknum frá dansara og skoða aðkomu sjúkraþjálfara DSÍ (Baldur). Það þarf að vera innan fjárhagsáætlunar.
  • Rætt um kjör landsliðsþjálfara.

2. Útbreiðsla – Bréf frá Ragnari

Ragnar í Dansfélaginu Bíldshöfða stingur upp á því með bréfi að DSÍ noti helming af áætlaðri upphæð í útbreiðslu til að styrkja félög vegna ferða erlendis á keppnir. Ákveðið að vísa máli til útbreiðslunefndar til frekari umfjöllunar.

3. Formannafundur

  • BS byrjaði með samtöl, þar sem hún hittir hvern og einn formann. Hefur lokið þessu samtali við þrjá formenn – stefnir á að klára þessi samtöl eins fljótt og hægt er.
  • Stefnt að því að hafa formannafund í september.

4. RIG

Rætt um skipulag á RIG. JGA sér um dómara. Ákveðið að leita til nokkurra hótela eftir tilboðum á gistingu. ES sér um það. 

ÍBR óskaði eftir aðkomu DSÍ að off-venue RIG keppni í “annarskonar” dönsum – DSÍ mun ekki blanda sér í skipulagið en mun koma tengiliðaupplýsingum til ÍBR (BS).

5. Staðan á boðsbréfum og skráning í WDSF

5 pör ætla að fara á Evrópu- og heimsmeistaramót fyrir áramót.

6. Vefsíða

Talað um vefsíðu DSÍ og þörf á að taka til í undirsíðum, uppfæra úrelt efni og samræma gamlar greinar. ÓE mun taka til hendinni, fjarlægja úrelt efni og færa PDF, DOC, o.s.frv. úr því formi og inn á síðuna sjálfa.

7. Fjármál

Farið yfir stöðu með ES (gjaldkeri) miðað við áætlun fyrir árið. Farið yfir ýmsa liði áætlunar og kostnaðar og stöðu hjá ÍSÍ og í bókhaldi. Þurfum að komast á þann stað að geta áttað okkur betur á skuldbindingum og stöðuna út árið miðað við áætlun. BS tekur það að sér. 

Það er ljóst hver áætlun ársins er og m.a. vegna landsliðsnefndar, bæta þarf sýn landsliðsnefndar á stöðuna hverju sinni, það er skuldbindingar á móti áætlun. BS mun skoða áætlun og meta hvernig hægt er að gefa landsliðsnefnd betri sýn á stöðuna hverju sinni. 

Ákveðið að biðja landsliðsnefnd um fjárhagsáætlun með sundurliðun á mismunandi kostnaði.  BS mun óska eftir því frá landsliðsnefnd. 

Rætt um kostnað vegna erlendra kennara, stjórn mun ekki koma að vali erlendra kennara. 

8. Skráningakerfi fyrir DSÍ mót

Það vantar nýtt skráningarkerfi fyrir mót DSÍ. ÓE og GSH munu skoða möguleikann á nýjum hugbúnaði til að skipta þeim gamla út. Fyrst möguleikana sem fylgja Sportabler, Nóra (felog.is), möguleikana á dsi.is, ásamt Google Forms (síðasti kostur). Sérstaklega þarf að hafa í huga möguleikann á greiðslumátum í gegnum valið kerfi.

Næsti stjórnarfundur haldinn fimmtudaginn 19. september klukkan 17:00