Flottur árangur íslenskra para á HM standard Wuxi WDSF

Á dögunum var haldið Heimsmeistaramót WDSF standard fullorðinna. Þar áttu Íslendingar fjóra flotta fulltrúa á dansgólfinu. Meðfram heimsmeistaramótinu var haldið Grand Slam mót bæði í Latin og standard. Mótinu var streymt á alþjóða ólympíurásinni í fyrsta sinn. Þau Sara Rós og Nicolo frá DÍH dönsuðu sig í 34.-36. sætið á mótinu. Þau Daníel Sverrir og Svandís Ósk frá HK dönsuðu sig í 58. sætið. Mikill fjöldi íþróttamanna frá öllum heimshornum dönsuðu á mótinu.

Samhliða mótinu var haldið Grand Slam mót. Í latín dönsum náðu þau Sara og Nicolo 24. sætinu og í ballroom dönsunum voru þau í 34. sætinu.

Óskum pörunum til hamingju með árangurinn.