Fulltrúar DSÍ á ráðstefnu með ÍSÍ í Finnlandi

Yfir hundrað sérfræðingar í íþróttum barna og ungmenna frá öllum Norðurlöndunum hittust á ráðstefnu í Helsinki dagana 4. – 6. nóvember síðastliðinn.

Ísland átti 13 þátttakendur þátttakendur, sem komu frá 6 sérsamböndum; HSÍ, ÍSS, ÍHÍ, TSÍ, FSÍ og DSÍ. Einnig voru tveir fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Þessi samnorræna ráðstefna er haldin á þriggja ára fresti og verður Ísland gestgjafi árið 2025.

Markmið ráðstefnunnar er:

Að stuðla að þverfaglegri samvinnu milli Norðurlandanna í íþróttum barna og ungmenna.

Deila hugmyndum, upplýsingum og þekkingu.Hagnýt viðmið (Benchmarking).

Hvetja til samvinnu á milli sérsambanda Norðurlandanna.

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar var André Lachance sérfræðingur frá Kanada sem hefur meðal annars komið til Íslands og haldið erindi á ráðstefnu Sýnum Karakter.

Meðal umfjöllunar á ráðstefnunni var hvernig megi aðlaga keppni á fjölbreyttari hátt til að keppni endurspegli betur þá þætti sem verið er að þjálfa á ákveðnum aldursbilum. Einnig var fjallað um mikilvægi þjálfara, hlutverk foreldra og sjálfbærni í íþróttum.

Þátttakendur koma heim með margar nýjar hugmyndir í farteskinu ásamt nýju og endurbættu tengslaneti.

Ísland tók við keflinu við lok ráðstefnunnar og mun stýra undirbúningi fyrir næstu ráðstefnu sem haldin verður á Íslandi árið 2025 .