Íslensk danspör gera það gott í Englandi

Í vikunni fóru fram sterk alþjóðleg opin mót í Englandi. Mörg íslensk pör kepptu á þeim. Þetta voru mótin Imperial, The International og nú um helgina er London Ball. Gaman verður að fylgjast með pörunum á því móti. Eins voru nokkur pör sem fengu að dansa í hinu glæsilega Royal Albert Hall.

Helstu úrslit voru eftirfarandi

Deniel Nils og Erika Ósk náðu 6 sæti í Junior Rising Star Latín

Guðjón Erik og Eva Karen náðu í 7 sætið í junior Ballroom

Axel og Alicja náðu 5 sæti í Amatour Rising star ballroom

Gylfi Már og María Tinna náðu 3 sæti í u21 ballroom

Þau Alex og Ekaterina náðu 3 sæti í amateur Ballroom

Óskum þessum frábæru dönsurum til hamingju með frábæran árangur.

Fleiri úrslit má nálgast hér http://www.easycompsoftware.co.uk/results.php