Frábær árangur um helgina hjá íslenskum dansíþróttapörum

um helgina fóru fram nokkur mót.

Þau Guðjón Erik og Eva Karen kepptu á City of Medway Champions Cup og unnu bæði u16 Latin og Ballroom.

Gylfi Már og María Tinna kepptu einni í sama móti og unnu u21 og fullorðna ballroom.

Pétur og Polina kepptu í heimsmeistaramóti WDO og náðu 8 sæti í fullorðnum latin.

Um helgina var einnig Evrópumeistaramót WDSF í 10 dönsum í Portúgal. Þar náðu Sara Rós og Nicolo í 8 sætið.

Um helgina fór einnig fram Evrópumeistaramótið í latín hjá Atvinnumönnum í Ungverjalandi. Þau Hanna Rún og Nikita kepptu og náðu í 4. sætið.

Frábær árangur hjá pörunum og óskar DSÍ þeim innilega til hamingju með árangurinn.

AtH. Fréttin verður uppfærð þegar fleiri úrslit helgarinnar berast.