Evrópumeistaramót 10 dansa og PD latín WDSF

Nú um þessa helgi mun fara fram 2 mismunandi evrópumeistaramót.

Evrópumeistaramótið í 10 dönsum WDSF mun fara fram 17. September í Portúgal en samhliða því er opið mót. Þau Sara Rós og Nicolo eru frábærir fulltrúar Íslands á því móti og óskum við þeim góðs gengis.

Hægt verður að fylgjast með mótinu hér

https://fb.watch/fzNXPMh1aN/

Í Ungverjalandi mun fara fram evrópumeistaramót atvinnumanna í latin WDSF. Samhliða er opið mót. Það mót fer fram 18. September og verða Hanna Rún og Nikita frábærir fulltrúar Íslands á mótinu. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu

Hér má fylgjast með mótinu.

https://mtasz.hu/savaria-2022-nemzetkozi-tancversenyek/?fbclid=IwAR3xeVd_iOq3PHbOkCpQtrSUEaBUDdVAg1V1saAzPcfkFg7DpI3PLkHrN7M

Áfram Ísland