Frábær árangur í Blackpool

Nú er í gangi Blackpool Dance festival í Englandi þar sem flest sterkustu pör heims etja saman kappi í samkvæmisdönsum.

Þau Alex Freyr Gunnarsson og Ekaterina Bond frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar náðu 2. sætinu í Amateur Ballroom af tæplega 100 pörum í Blackpool. Þau kepptu einnig með evrópu í liðakeppni og höfnuðu í 2 sæti.
Þau Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir frá dansdeild HK tóku þátt í U21 Ballroom keppninni í Blackpool og náðu í 6.sæti.
Þau Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir úr dansdeild HK dönsuðu sig inn í úrslit og náðu 4 sæti í gær í u21 í Blackpool dance festival.

Sigurður Þór Sigurðsson og Zoanetti kepptu fyrir evrópu fyrir hönd Íslands í liðakeppni atvinnumanna einnig.

Fleiri flott pör kepptu einnig á mótinu og náðu í 24 para úrslit.

Óskum öllum pörum til hamingju með sinn árangur og hvetjum þau til dáða.