Dansþing DSÍ 2022

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2022 var haldið þann 18. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 46 þingfulltrúi frá aðildarfélögum DSÍ mættu til þings.

Valdimar Leó Friðriksson var þingforseti og bauð alla velkomna. Bergrún stefánsdóttir flutti skýrslu stjórnar. Reikningar sambandsins voru bornir undir atkvæðagreiðslu og samþykktir. Kara Arngrímsdóttir gerði grein fyrir fjárhagsáætlun og var hún samþykkt.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann tók til máls og fjölmörgum málum sem íþróttahreyfingin er að vinna í. Hann bar kveðju frá forseta ÍSÍ og nýrri framkvæmdastjórn ÍSÍ og óskaði DSÍ velfarnaðar. lagabreytingar voru samþykktar á þinginu.

Tinna Karen Guðbjartsdóttir formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir framboðum í formann DSÍ.

Atli Már Sigurðsson, var kjörin formaður til eins árs.

Aðalmenn í stjórn sem kjörnir voru til tveggja ára voru Kara Arngrímsdóttir og Helga Björg Gísladóttir.

Aðalmenn í stjórn sem fyrir voru til eins árs voru Ólafur Már Hreinsson og Magnús Ingólfsson.

Varamenn sem kjörnir voru til eins árs voru Jóhann Gunnar Arnarsson og Ragnar Sverrisson.

Veittar voru heiðranir þeim Örvari Möller silfurmerki DSÍ og Kjartani Birgissyni gullmerki DSÍ fyrir óeigingjarnt starf fyrir dansíþróttina.

Að því loknu var Bergrúnu Stefánsdóttur þakkað fyrir sem fráfarandi formanni sl. 3 ár.