Evrópumeistaramót Ungmenna í 10 dönsum WDSF

Núna á laugardaginn 11.júni verður haldið evrópumeistaramót Ungmenna í Póllandi. Ísland sendir 2 fulltrúa á mótið. Það eru þau Grímur Arnarsson og Katrín Klara Ásgeirsdóttir úr Hvönn.

Það verður að öllum líkindum beint streymi frá keppninni . https://www.dancesporttotal.com/. Frekari upplýsingar um mótið er hér https://i-dance.pl/

Við sendum þeim spurningarlista til kynningar um þau og hér má sjá þeirra svör:

Spurningar vegna HM

Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið

Við höfum æft eins mikið og mögulegt er og stefnum á að sýna okkar bestu hliðar. 

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Hafa allt tilbúið og borða næringarríkan morgunverð. Þegar við erum búin að klæða okkur, brúnka og farða þá er ekkert mikilvægara en að hita vel upp, renna yfir dansana þannig að þegar kemur að því að fara á gólfið séum við eins vel undirbúin og hægt er. 

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

Katrín byrjaði að dansa 4 ára gömul í Hvönn og því æft dans í 10 ár og Grímur byrjaði 5 ára 

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Ricardo og Yulia

Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Katrín hefur farið tvívegis keppt í Blackpool

Einnig keppt í Paris og Dublin

Grímur Hefur einu sinni Keppt í Blackpool og einusinni á Norður Evrópumótinu í Noregi

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Skiptir mestu máli að hafa gaman og leggja sig ávallt all fram á æfingum því það er fátt mikilvægara og mun skila sér þegar að keppni kemur.

Við sendum þeim góða strauma og óskum þeim góðs gengis. Áfram Ísland

fréttin verður uppfærð