Heimsleikar WDSF í samkvæmisdansi

Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir eru lögð af stað til Alabama í Bandaríkjunum að keppa í Heimsleikunum sem haldnir eru 4. hvert ár. Keppt er í hinum ýmsu íþróttagreinum og verður keppt í samkvæmisdansi á föstudaginn. Nikita og Hanna keppa í Latin dönsum þar sem sterk pör etja kappi bæði àhugamenn og fagmenn saman á gólfinu (Amateur & Professional). Keppnin er haldin á vegum alþjóðadanssambandsins WDSF. Hægt verður að fylgjast með mótinu hér

Þau svöruðu nokkrum spurningum áður en þau fóru út.

Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið

Við erum búin að æfa mjög stíft fyrir Heimsleikana

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?  
Það sem er mjög mikilvægt er að vera vel undirbúin andlega, um leið og við vöknum á keppnisdag erum við strax byrjuð keppni og vel fókuseruð þótt við séum enn heima

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Nikita byrjaði að dansa 6 ára og Hanna Rún byrjaði að dansa 4 ára
.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Við eigum okkur enga sérstaka fyrirmynd í dansinum, við eigum okkur fyrirmyndir í lífinu sem við notum í dansinum til að styrkja og bæta okkur því okkar markmið er alltaf að vinna í að gera okkur að betra pari

Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Við erum búin að fara tvisvar til Ítalíu að keppa, síðan fórum við til Spánar til að taka þátt í undankeppninni fyrir Heimsleikana sem við erum á leiðinni á núna, síðan erum við búin að fara tvisvar til Englands að keppa. Einnig eru mörg mót framundan hjá okkur.

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Að gefast aldrei upp sama hvað, Það er mjög mikilvægt að hafa hausinn í lagi því það mun alltaf koma sú stund þar sem hlutirnir eru ekki endilega að ganga upp eins og maður hefði viljað því við eigum bæði góða og slæma daga,  en það er alltí lagi því þetta er allt partur af því að ná árangri, þessvegna er mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og halda alltaf áfram, engin er fullkomin munum það.

Óskum parinu góðs gengis og segjum Áfram Ísland 🥰🇮🇸