RIG 2022 og Íslands- og Bikarmeistaramótið í feb 2022

Nú hafa 2 stór verið haldin á Íslandi þar sem af er ári og hafa farið vel fram.

Á RIG mættu allar norðulandaþjóðir með keppendur sem kepptu á móti Íslandi í landaliðakeppni. Þar urðu íslensk danspör í 2 sæti á eftir Dönum sem unnu. Á mótinu var einnig keppt í öllum helstu flokkum og var mjög gaman að sjá pörin dansa í fyrsta skiptið á árinu 2022. Árið fór vel af stað en þó var nokkuð um covid meðal keppenda.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér

Fallegar myndir voru teknar einnig og má nálgast þær hér

Örvar Möller

Jón Svavarsson

Íslands- og Bikarmeistaramótið í febrúar var síðan haldið í Fagralundi í Kópavogi. Það var fyrsta mótið eftir að samkomutakmarkaninar voru afléttar. Gríðaleg spenna var fyrir fyrstu Íslandsmeisturum árið 2022 en það voru þeir sem kepptu í meistaraflokki Ballroom, eins var grunnsporamót. Bikarmeistaramót var haldið í latín dönsum.

Óskum öllum til hamingju með árangur og hlökkum til að sjá alla flottu dansarana aftur út á gólfinu í næsta móti en það er Íslandsmeistaramót í Latín dönsum meistaraflokki, bikarmeistaramót í ballroom dönsum meistaraflokki ásamt grunnsporamóti og opin keppni í flokki atvinnumanna í samstarfi við DÍ.

Hér má nálgast úrslit febrúarmóts.

Hér má svo finna helstu upplýsingar um mótið í mars.

Mótið fer fram í íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði og það verður selt við borð á emailinu bord@dsi.is sem og það verður veitingarsala.