Heimsmeistaramót WDSF og World Games Qualifier

Um helgina fara fram nokkur heimsmeistaramót WDSF á mismunandi stöðum í heiminum. Eins verður haldið World Games Qualifier standard þessa helgi.

Sara Rós og Nicolo verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramóti WDSF í latín dönsum sem fer fram 4. desember í Phorzheim í Þýskalandi. En það er búið að vera stíf dagskrá síðasta mánuðinn hjá þeim að fara á allskonar HM og EM fyrir Ísland. Óskum þeim góðs gengis.

Heimsmeistaramót WDSF Junior II í 10 dönsum verður haldið í Vilnius í Litháen um helgina og munu Sverrir Þór og Ágústa Rut vera flottir fulltrúar Íslands á því móti. Það er einnig búið að vera mikil dagskrá hjá þessu pari að taka þátt í HM og EM í mánuðinum og eru þau nýkomin frá Ísrael þar sem þau kepptu í standard dönsum. Óskum þeim góðs gengis.

5. Desember verður haldin undankeppni heimsleikana í standard dönsum en heimsleikarnir munu fara fram næsta sumar í Birmingham. Þar eru Rebekka og Stefano fulltrúar Íslands á þessu WDSF móti sem verður haldið í La Nucia á Spáni 5. Des 2021. Óskum þeim góðs gengis.