Heimsmeistaramót WDSF Junior II Standard dansar

Nú um helgina er Heimsmeistaramót WDSF haldið í Richon Le Zion í Ísrael.

Mótið fer fram 27.- og 28. nóvember og á Ísland 4 fulltrúa á mótinu en það fóru alls 9 einstaklingar til Ísrael.

Þau sem keppa fyrir Íslands hönd eru þau

Sverrir Þ´ór og Ágústa Rut

En er þetta 2 heims eða evrópumeistaramótið hjá WDSF hjá þeim. Þau munu svo stoppa stutt við en keppa á Heimsmeistaramótinu í 10 Dönsum í Litháen 4. desember.

Kynning um þau má finna hér

og

Viðar Snær og Hrafnhildur Eva

Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?

Við höfum æft mjög vel að undanförnu og með sérstaka áherslu á standard dansa vegna mótsins um helgina. Til viðbótar við okkar reglulegu tíma hjá Adam, Karen og Edda höfum við tekið einkatíma hjá Sóleyju systir Viðars og Anne Gleave bæði hefðbundna og í gegnum zoom.

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Passa upp á mataræði, hita vel upp, vera með fullan fókus og gera okkar besta.

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

Hrafnhildur byrjaði 3 ára og Viðar 4 ára. Við höfum dansað saman í tæplega þrjú ár.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Sóley, kennararnir okkar og fjölmörg eldri pör sem við höfum verið að æfa með á undanförnum árum í DÍK.

Nú hafið þið keppt erlendis, hvaða mótum hafið þið verið að keppa á?

Við höfum keppt í Blackpool og svo tókum við þátt í Blackpool Online Winter Festival sem var haldið rafrænt um síðustu jól vegna Covid.

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Vera dugleg að æfa, bæði hvert og eitt og sem par, og gefast aldrei upp.