Dansíþróttapar ársins 2021

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem dansíþróttapar ársins 2021.

Nicolò Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016. Þau eru búsett í Aarhus í Danmörku þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Keppnisárið 2021 var mjög óvanalegt hjá þeim vegna áhrifa COVID-19. Fyrrihluta ársins féllu nánast allar keppnir í heiminum niður, utan Íslands, Á Íslandi tókst að halda öll skipulögð dansmót, á árinu m.a. Íslandsmeistaramótin. Stóru dansmótin erlendis voru haldin í seinnipart ársins.

Nicolo og Sara kepptu í janúar á Lottó Open og RIG þar sem þau sigruðu bæði standard og latin í fullorðinsflokki. Þau urðu svo Íslandsmeistarar í latin dönsum í febrúar og 10 dönsum í mars, en gátu ekki þátt á Íslandsmeistaramótinu í standard dönsum vegna veikinda.

Í september hófust svo keppnir erlendis á ný, þau tóku þátt í WDSF Open í Plovdiv í Búlgaríu og komust þar alla leið í úrslit í báðum greinum, og enduðu í 6. sæti í latin og 5. sæti í standard.

Þau tóku þátt í eftirfarndi þremur stórmótum. EM í 10 dönsum í Kiev þar sem þau enduðu í 16. sæti, EM í Latin í Cagliari þar sem þau fengu 39. sætið, og HM í 10 dönsum í Elblag þar sem þau fengu 20. sætið. 6. nóvember tóku þau svo þátt í Lottó Open latin sem haldið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu Hafnarfirði og Norðurlandameistaramóti í standard dönsum sem að haldið var 7. nóvember á sama stað. Þau sigruðu báða flokkana og eru því Norðurlandameistarar í standard dönsum. Nú bíða þau bara spennt eftir að næsta ár verði komið á fullt aftur í danskeppnum svo að mótin verði fleiri.

Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2021 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð