Dansþing DSÍ 2020

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands 2020 var haldið 26. maí 2020 í fundarsal ÍSÍ. Þetta var 20 ára afmæli sérsambandsins innan ÍSÍ og því mikið fagnaðarefni. Heimsfaraldurinn setti pínu brag á þingið þar sem kjörmenn voru færri en alltaf sökum þess að það var eingöngu búið að halda 2 dansmót áður en faraldurinn kom. Samþykktir voru skýrsla stjórnar, reikningar, áætlanir og breytingar á lögum.
Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ flutti kveðju frá Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og starfsfólki ÍSÍ. Hún ræddi um áhrif COVID-19 á íþróttastarf og fjárstyrk frá ríkinu og óskaði DSÍ velfarnaðar og afhenti blóm.
Formaður þakkaði ÍSÍ fyrir gott samstarf og þakkaði sérstaklega fyrir skemmtilega covid fundi. Einnig þakkaði hann sjálfboðaliðum í dansíþróttinni og var klappað vel fyrir þeim.
Ný stjórn var kosin.
Formaður Bergrún Stefánsdóttir var endurkjörinn ásamt Guðbirni Sverri Hreinssyni sem var kosinn til 2 ára í aðalstjórn og Jóhanni Gunnari Arnarsyni sem var kosinn varamaður til eins árs. Kara Arngrímsdóttir var kosin til 2 ára. Ragnar Sverrisson og Magnús Ingólfsson voru kosnir til 1 árs. Edgar Konráð Gapunay var kosinn varamaður til 1 árs.
Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, Evu Sveinsdóttur, Óskari Eiríkssyni, Söndru Baldvinsdóttur og Erni Inga Björgvinssyni fyrir störf þeirra og færði þeim blóm fyrir vel unnin störf.
Ólafur Már Hreinsson var heiðraður með gullmerki DSÍ.
Hafsteinn Pálsson þingforseti sleit síðan þingi.

Myndin á forsíðunni er af nýrri stjórn en á myndina vantar Edgar Konráð Gapunay og Jóhann Gunnar Arnarsson.