Aðalfundur DÍH 2020

Aðalfundur DÍH var haldinn 28. maí 2020 húsnæði DÍH Haukahrauni.

Heðbundin ársfundarstörf fóru fram. Farið var yfir skýrslu stjórnar og reikninga. Kosning nýrrar stjórnar fór fram. Atli Már Sigurðsson var endurkjörinn formaður. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kosnar Margrét Freyja Sigurðardóttir og Silja Rut Ragnarsdóttir. Áður voru Haukur Eiríksson og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir kosin til tveggja ára (2019-20219). Í varastjórn voru þau Þórður Rafn Ragnarsson og Kalina Klopova kosin til eins árs. Formaður DSÍ mætti fyrir hönd stjórnar og þakkaði DÍH fyrir góð samskipti í samkomubanni og að hafa farið vel eftir settum reglum. Formanni var þökkuð vinna við að kynna sér uppýsingar um Covid 19 og miðla þeim til félaganna.