Gylfi og María dansíþróttapar ársins 2019

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Gylfa Má Hrafnsson og Maríu Tinnu Hauksdóttur úr Dansdeild HK sem dansíþróttapar ársins 2019.

Gylfi og María hafa átt mjög gott ár sem samanstendur af góðum árangri hér heima á Íslandi sem og erlendis.

Þau eru Íslandsmeistarar í bæði standard dönsum og 10 dönsum í flokki ungmenna og hafa ásamt því komist í fjölmörg úrslit á erlendri grundu á árinu.

Núna í desember náðu þau síðan þeim frábæra árangri að komast á verðlaunapall í flokki ungmenna í standard dönsum á opna heimsmeistaramótinu í Dublin.

Stjórn DSÍ óskar þeim báðum innilega til hamingju.