Reykjavik International Games 2020

Um næstkomandi helgi 25. janúar 2020 munu íslenskir sem og erlendir keppendur etja kappi í samkvæmisdönsum. Leikarnir eru haldnir í þjóðarleikvangi Íslendinga (Laugardalshöll) og eru í samvinnu við ÍBR. Hægt er að kaupa miða á mótið sem og í galakvöldverð á tix.is og panta sæti á bord@dsi.is. Um kvöldið mun fara fram galakvöldverður og þá verður úrslitum 4 flokka sjónvarpað í beinni útsendingu á RÚV. Við hvetjum alla áhugasama um að fjölmenna á þennan skemmtilega og stóra viðburð.