Heimsmeistaramótið í unglingum II standard

Um helgina var haldið Heimsmeistaramótið í unglingum II standard dönsum í Riga í Lettlandi. Fulltrúar Íslands voru þau Anton Bjarmi Björnsson og Bjarney Edda Lúðvíksdóttir og Þorri Stefánsson og Christa Hrönn Davíðsdóttir. Dansíþróttapörin stóðu sig vel og eiga framtíðina fyrir sér. Við spurðum þau nokkrum spurningum áður en þau héldu í ferðina

Nú eruð þið Christa og Þorri að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?
Við höfum verið á hefðbundnum hópæfingum, landsliðsæfingum og einkatímum.

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?
Að vera vel hvíldur, drekka vel, hita vel upp og muna eftir góða skapinu

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?
Við byrjuðum að dansa saman fyrir 2 árum. Christa byrjaði í dans 3 ára og Þorri byrjaði 6 ára.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?
Fyrirmyndirnar eru Ricardo og Yulia, Adam og Karen og Siggi og Annalisa.

Nú eruð þið búin að keppa erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?
Við tókum þátt keppninni í Blackpool í vor, DPA í Bournemouth í júlí sl. og WDC-al í Dublin um síðustu helgi

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?
Að leggja hart að sér og njóta þess að dansa.

Nú eruð þið Anton og Bjarney að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið
Með hefðbundnum hóp- og einkatímum ásamt landsliðsæfingum. Líka með aukaæfingum þar sem við höfum æft okkur sjálf.

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Vera róleg, vel úthvíld og nærð og umfram allt að njóta þess að dansa. Góð upphitun skiptir líka máli.

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

Bjarney Edda: í upphafi árs 2012 og Anton Bjarmi síðan 2013. Og við erum búin að dansa saman í eitt og hálft ár.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Bjarney Edda: Stas og Nataliya en þau gefa frá sér mikla útgeislun og svo Riccardo og Yulia. Anton Bjarmi: Það besta sem kemur frá sjálfum mér.

Nú eruð þið búin að keppa erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Við höfum bæði keppt í Blackpool.

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Að grípa öll tækifæri sem bjóðast sem reynslu. Dansinn er frábær íþrótt og við hvetjum þá sem eru áhugasamir að halda áfram því það er svo gaman að dansa.