Pétur og Polina heimsmeistarar!

Pétur Gunnarsson og Polina Oddr urðu heimsmeistarar í þriðja sinn í latin dönsum í flokki u21 í París WDC AL Open World Championships. Þau kepptu líka í flokki fullorðinna þar sem þau lentu í 9. – 10. sæti.

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Ballroom í u19 og komust inn í undanúrslit og voru næst inn í úrslit í 7. sæti.

Í Fred Astaire keppninni sigruðu Gylfi og Tinna í flokki u19, Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir höfnuðu í 4. sæti í Ballroom í u21 og Sverrir Þór Ragnarsson og Ágústa Rut Andradóttir höfnuðu í 7. – 8. sæti í latin í u12.

DSÍ óskar þeim til hamingju með árangurinn