Kristinn og Lilja unnu Champions of Tomorrow

 Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir urðu í 1.sæti í U21 latin í Champions of Tomorrow danskeppninni sem haldin var í Blackpool í Englandi um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir urðu í 2. Sæti í U22 Ballroom og Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir urðu í 3. Sæti í Junior. Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir urðu í 6 sæti í Juvenile Ballroom og 7 sæti í Latin.
Aðrir Íslendingar gerðu einnig góða hluti en Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir komust í undanúrslit í Ballroom og 24 para í Latin. Daði Freyr Guðjónsson (úr Allir Geta Dansað) og Fanney Gísladóttir voru í undanúrslit í ProAm latin og Ballroom.