Heimsmeistaramót WDSF Fullorðinna Latín og unglinga II Ballroom

Um helgina fara fram heimsmeistaramót WDSF í Fullorðnum Latín dönsum og unglingum II ballroom dönsum. Bæði mótin fara fram í Sibiu í Rúmeníu.

Á laugardeginum 4. nóv fer fram HM fullorðinna latín. Þar munu þau Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi etja kappi. Óskum þeim góðs gengis.

Sara Rós og Nicolo

Á sunnudeginum 5. nóv fer fram heimsmeistaramót í ballroom dönsum hjá Junior II WDSF. Þar eru 4 fulltrúar frá Íslandi en það eru þau Aron Davíð Óskarsson, Henrietta Palfi, Magnús Ingi Árnason og Heiðdís Ninna Daðadóttir. Óskum þeim einnig góðs gengis.

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi um helgina hér

https://DanceSportTotal.com

– fjórðungsúrslit, undanúrslit og úrslit á Olympics rásinni sem og á youtube rás WDSF

Endilega fylgist með