Fyrirlestur hjá Landsliðinu, U og E

Þann 19. október var haldnir 2 fyrirlestrar fyrir pör í Landsliðinu ásamt ungum og efnilegum.

Þar héldu þau Margrét Lára Viðarsdóttir sálfræðingur, íþróttafræðingur og fyrrum afrekskona í knattspyrnu og Einar Örn Guðmundsson sjúkraþjálfari og fyrrum handboltamaður fyrirlestur fyrir hópinn. En þau eru með sjafsagi.is

Eins hélt Davíð Stefánsson smá erindi fyrir hönd landsliðsnefndar og fór yfir komandi vikur í landsliðstarfinu.

Fyrirlestrarnir voru um andlegan styrk, sjúkraþjálfun og forvarnir.

Vel var mætt á fyrirlestrana og pörin ánægð með fyrirlestrana.

Í hlé var boðið upp á veitingar.

Í endanum fengu allir blað sem þau áttu að skrifa sínar hugmyndir hvað þau vilja fá úr landsliðsstarfinu.

Þökkum öllum fyrir komuna