The International Championship 2021

Íslensku danspörin stóðu sig mjög vel en mótið er alþjóðlegt sterkt dansmót þar sem pör frá öllum heimshornum taka þátt.

Gylfi og María lentu í 4 sæti í U21 Ballroom og dönsuðu sig svo inní Albert Hall í fullorðnum Ballroom og komust í 24 para úrslit.

Alex freyr og Ekatarina náðu í 4 sætinu í fullorðnum ballroom.

Aron og Rósa náðu 4. sætinu í U19 Latin og undanúrslit í U21. Þau dönsuðu svo 2 umferðir í Amateur Latin.

Pétur og Polina dönsuðu í 24 para í fullorðnum latin.

Daníel og Sóley dönsuðu 24 para í fullorðnum rising star Ballroom.

Stefano og Rebekka lentu í 24. sæti af 47 pörum í fullorðnum Rising Star Ballroom.

Elvar og Ásdís 24 para í fullorðnum rising Star og U21 latin. Þau dönsuðu í 70 para úrslitum í fullorðnum latin.

Björn og Birgitta lentu í 42. sæti af 87 pörum í fullorðnum Rising Star Latin.

Denni og Erika dönsuðu 24 para í Junior Latinog undanúrslit í U14 ára Latin voru mjög nálægt úrslitum. Þau komust í 24 para úrslit í U16.

Guðjón og Eva komust í undanúrslit í U14 og unglingum Latin. Þau dönsuðu einnig í undanúrslitum í U14 Ballroom.

Sverrir og Ágústa lentu í 17. sæti af 28 pörum í unglingum Latin og í 9. sæti af 28 pörum í unglingum Latin Rising Star. Í unglingum Ballroom lentu þau í 9. sæti af 24 pörum og í 10. sæti af 25 pörum í unglingum Ballroom Rising Star.

Frábær árangur hjá duglegum danspörum og óskum við þeim innilegra hamingjuóska með frábærann árangur 🇮🇸