Evrópumeistaramót WDSF 10 dönsum fullorðnum

Nú um helgina fer fram evrópumeistaramót WDSF í 10 dönsum í Kiev Úkraínu. Ásamt því eru opin mót í öllum flokkum.

Ísland sendir 1 dansíþróttapar á mótið og verður gaman að fylgjast með gengi þeirra. Hægt verður að horfa á mótið hér:

https://www.dancesporttotal.com/

Eins verður eitthvað inn á Instagram story dsi_iceland frá mótinu

Hér má sjá ýmsar upplýsingar um dansíþróttaparið sem keppir.

Nú eruð þið að fara á stórmót á vegum Dansíþróttasambands Íslands, hvernig eruð þið búin að vera æfa upp á síðkastið?

Við höfum haldið okkar venjulegu rútínu og bætt við skipulögðum 10 dansa keyrsluæfingum, og farið í æfingabúðir. Á venjulegum degi æfum við sirka 3-4 tíma 6 daga vikunnar og er það misjafnt milli daga hvort við æfum ein, förum í hóptíma eða einkatíma.

Hvað finnst ykkur mikilvægt að gera á keppnisdegi?

Okkur finnst best að skipuleggja allan daginn eins nákvæmt og við getum daginn áður, hvenær við vöknum, borðum, gerum okkur klár, mætum á staðinn, hitum upp, byrjum að keppa, og hvenær við borðum á milli umferða. Öll þessi smáatriði hjálpa okkur að halda fókusinum á réttum stað og finna sem minnst stress. 

Hvenær byrjuðuð þið að dansa?

Sara byrjaði að dansa 7 ára og Nico byrjaði 8 ára, en erum búin að dansa saman í rúm 5 ár.

Hver eru ykkar fyrirmyndir í dansinum?

Það eru margir dansarar sem gefa okkur innblástur bæði sem eru enn að keppa og eldri, en okkar helstu fyrirmyndir eru kennararnir okkar, Emanuel Valeri & Tania Kehlet í Standard og Martino Zanibellato & Michelle Abildtrup í Latin, bæði á dansgólfinu og utan þess.

Nú eruð þið búin að keppa mikið erlendis, hvaða mót hafið verið að keppa á?

Undanfarið 1,5 ár hefur auðvitað verið öðruvísi en vanalega, en við höfum aðallega keppt á Íslandi og í Danmörku það tímabil. Núkeppnistímabilið er loksins byrjað aftur fórum við til Plovdiv í Búlgaríu í byrjun September þar sem við kepptum í WDSF Open í bæði Standard og Latin.

Ef þið ættuð að ráðleggja ungum dansáhugamönnum, hverjar væru þær?

Ef þú ætlar þér eitthvað, aldrei hætta að vinna fyrir því og trúa á sjálfan þig.