Dansþing DSÍ 2021

Dansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2021 var haldið 21. maí í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Heimsfaraldurinn setti brag á þingið þar sem kjörmenn voru færri en áður en samt mættu á þriðja tug galvaskra kjörmanna í salinn. Samþykkt var skýrsla stjórnar, reikningar, áætlanir og skapaðist góðar og gagnlegar umræður um málefni dansíþróttahreyfingarinnar í lokin. Valdimar Leó Friðriksson sem er nýkjörinn í framkvæmdarstjórn ÍSÍ var þingforseti og bar kveðjur frá ÍSÍ.

Ný stjórn var kosin. Formaður DSÍ, Bergrún Stefánsdóttir, var endurkjörinn ásamt Magnúsi Ingólfssyni sem var kosinn til 2 ára í aðalstjórn, Köru Arngrímsdóttur sem var kosin til 1 árs og Ragnari Sverrissyni sem var kosinn til 1 árs. Ólafur Már Hreinsson var kosinn til 2 ára . Varamenn Jóhanni Gunnari Arnarsyni og Atli Már Sigurðsson voru kosnir til 1 árs. Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum, Guðbirni Sverri Hreinsyni og Edgar Konráð Gapunay fyrir störf þeirra og færði þeim blóm fyrir vel unnin störf.