Íslenskir sigrar í alþjóðlegu online dansmóti

Á dögunum var haldið alþjóðlegt Blackpool mót online þar sem margir af bestu dansíþróttamönnum landsins kepptu. Kepptu íslensku dansíþróttapörin við önnur dansíþróttapör út um allan heim.

Þar náðu mjög mörg pör frábærum árangri og sigruðu dansana sína í sínum aldursflokki. Ljóst að Ísland á dansíþróttapör sem eru fremst meðal jafningja.

Þau sem unnu dansa í sínum aldursflokki voru þau:

Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir í undir 21 ballroom

Guðjón Erik Óskarsson og Eva Karen Ólafsdóttir 12-15 ára C/S/R/J* Latin, 12-13 ára W/Q*, junior W/T*, Junior W/Q*, 12-13 ára C/R*,

Gísli Svanur Reynisson og Lena Guðrún Pétursdóttir undir 12 ára W/T/F/Q*, W/T*

Tómas Björn Helgason og Aníta Milla Elefsen U10 C/J*

Óskum þeim innilegra hamingjuóska með árangurinn

Frábær úrslit hjá þessum flottu danspörum en nánari úrslit allra íslensku paranna má finna hér https://www.dancefestivalresults.com/competitions.php?event_id=40

*nánari útskýringar á dönsum: C=cha cha cha, S=samba, R=rumba, J=jive, W=waltz, T=tango, F=foxtrott, Q=quickstep.

Fréttin verður uppfærð