Íslensk pör gera það gott í Blackpool online dansmóti

Þessa dagana fer fram Blackpool online dansmót. En það er með fyrstu online dansmótum í heimi. Mótið fer fram á Zoom þar sem fjölmargir sterkir dómarar dæma hver á sínum stað. Dansíþróttapörin dansa í sínu dansíþróttafélagi og er tekið beint myndskeið af hverju pari fyrir sig. Frábær skemmtun þar sem að dansíþróttapör um allan heim keppa en halda sóttvarnarreglum í öllum löndunum.

Dansíþróttarpörin sem koma frá dansdeild HK og Dansfélagi Reykjavíkur eru búin að standa sig gríðarlega vel.

Pörin eru búin að ná allt frá undanúrslitum í að vinna dansana.

Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessum snillingum og gefa góða strauma.

https://www.dsi-london.tv/

Fréttin verður uppfærð