Frestun móts helgina 14.-15. mars 2020

Stjórn Dansíþróttasambands Íslands hefur ákveðið að fresta móti sem átti að fara fram 14. til 15. mars 2020.
Íslandsmeistaramót í 10 dönsum, meistaraflokki
Bikarmót í hæsta getustigi í grunnsporum
DSÍ Opin 16 ára og eldri, junior open og rísandi stjarna í standard og latín dönsum

Óvissa hefur ríkt í landinu eftir að Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi almannavarna vegna COVID-19 veirufaraldurs þann 6. mars síðastliðinn. Borist hafa afskráningar á mótið og aðildarfélög hafa óskað eftir því að mótinu sé frestað. Erfitt hefur reynst að manna dómara á mótinu og þann 9. mars var ekki enn fullmannað í allar stöður sem og mikið um boðuð afföll.
Stjórn DSÍ stefnir á að halda mótið 25. – 26. apríl 2020 að öllu óbreyttu. Stjórnin fylgist með þróun mála í samvinnu við ÍSÍ og mun upplýsa aðildarfélög um alla framvindu.
Stjórn DSÍ harmar að þurfa að taka þessa ákvörðun sem er tekin í samræmi við óskir aðildarfélaga. Í ljósi aðstæðna er það mat stjórnar að þessi ákvörðun sé sú eina rétta í stöðunni.

Formenn aðildarfélaga eru beðnir um að koma þessum skilaboðum áfram á sína félagsmenn.

Stjórn DSÍ
11. mars 2020