Íslensk danspör gera það gott á erlendri grundu

Helgin var annarsöm hjá Íslenskum dansíþróttapörum. Ísland sendi tvö pör á heimsmeistaramót ungmenna WDSF í suður-amerískum dönsum í Vín í Austurríki.
Þar dönsuðu þau Tristan Már Guðmundsson og Svandís Ósk Einarsdóttir sem og Ivan Coric og Elísabet Alda Georgsdóttir gríðarvel.

Á sama stað var haldið Austrian open þar sem Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir dönsuðu sig í 18. sæti í flokki áhugamanna í standard dönsum.

Guðjóni Erik Óskarssyni og Evu Kareni Ólafsdóttur var boðið að taka þátt í Stoke on trent boðsmóti. Þar unnu þau Latín keppnina og voru í fjórða sæti í standard hluta boðskeppninnar. Í opna hlutanum urðu þau í þriðja sæti í standard dönsum og öðru sæti í suður-amerískum dönsum.

Íslenskir dansarar eru að standa sig gríðarlega vel út um allan heim og óskum við þeim öllum innilegra hamingjuóska með árangurinn