Adrian og Rebekka í 24 para úrslitum

Adrian Romanowski og Rebekka Ýr Arnardóttir kepptu fyrir Íslands hönd á heimsmeistarakeppni WDSF í Sibiu, Rúmeníu. Þau lentu í 24 para úrslitum í Ballroom á Open ball í flokki junior II og 42.sæti á heimsmeistaramótinu sjálfu. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju.