Dansíþróttapar ársins 2020

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem dansíþróttapar ársins 2020.
Nicolò Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir hafa dansað saman frá því í janúar árið 2016. Þau eru búsett í Aarhus í Danmörku þar sem þau stunda þjálfun og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar. Þau keppa fyrir Íslands hönd og Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar.
Árið 2020 var sérstakt ár vegna COVID-19 og féllu nánast allar keppnir niður í heiminum. Þau náðu þó að næla sér í Bikarmeistaratitil í standard dönsum á Íslandi áður en mótum var aflýst. Einnig náðu þau 3 sæti fullorðinna á Íslandsmeistaramótinu í latín dönsum.  Þau voru svo heppin að ná að halda áfram æfingum allt árið þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Öllum stórmótum var aflýst á árinu, fyrir utan Evrópumeistaramótið í 10 dönsum WDSF.  Það var haldið í Aarhus í Danmörku í september sl.. Nicoló og Sara komust í undanúrslit og enduðu í 11. Sæti.  Ekki var keppt um Íslandsmeistaratitil í þeirra aðal greinum, standard og 10 x dönsum vegna Covid19.
Þau náðu að keppa á nokkrum litlum keppnum í Danmörku þar sem að þau eru búsett. Það gerðu þau til að halda áfram að vinna að markmiðum sínum og ná framförum.  Þau eru tilbúin í keppnirnar sem munu vonandi hefjast aftur árið 2021.

Besti árangur ársins 2020:
Bikarmeistarar í Standard dönsum DSÍ
Evrópumeistaramót 10 dansa – undanúrslit, 11. Sæti, WDSF.

Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2020 til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð

Myndir: Ingelis Oerum