Íslendingar í úrslitum í Póllandi

Íslendingar náðu í úrslit á heimsmeistaramóti WDC í Póllandi um helgina.
Sigurður Már Atlason og Hanna Rún Bazev Óladóttir (úr þáttunum Allir Geta Dansað) fengu 6.sæti i flokki fullorðna en þau hafa einungis dansað saman í einn og hálfan mánuð. Elvar Gapunay og Kayleigh Andrews náðu einnig 6.sætinu í undir 21 ars flokknum.
Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir enduðu svo í 3 sæti í u21 og í 6. sæti í u19 i opnu Ballroom keppninni sem var haldin samhliða heimsmeistaramótinu.