German Open 2018

Javi Valino og Ásdís Ósk Finnsdóttir kepptu ásamt Söru Rós Jakobsdóttur og Nicoló Barbizi í German Open á dögunum og náðu hreint út sagt frábærum árangri. Javi og Ásdís komust í 91 sæti af 240 pörum í Rising Star Latin og 148.sæti af 261 í Grand Slam Latin. Sara og Nicolo lentu í 110 af 257 í Standard og 59-61 af 261 pörum í Latin.