Nýtt

Stjörnuflokkur á keppnum DSÍ

Á stjórnarfundi 23. október 2019 var ákveðið að bjóða fólki með fötlunvelkomið í keppnir á vegum Dansíþróttasambands Íslands. Búinn var tilsérstakur keppnis/sýningar flokkur sem nefnist stjörnuflokkur þar semfólk með fötlun getur komið og sýnt afraksturs dansæfinga sinna ogfengið verðlaun fyrir.  Eins er alltaf leyfilegt að keppa eða sýna íöðrum flokkum dansíþróttarinnar. Til þess að skrá sig á dansmót ávegum Dansíþróttasambands Íslands þurfa iðkendur að vera skráðir hjádansíþróttafélögum. Við hvetjum áhugasama um að skrá sig í dans ogkeppa í stjörnuflokki á komandi ári 2020. Bjóðum alla velkomna.