Kristinn og Lilja unnu Milano Grand Ball 2019

Íslendingar unnu Milano Grand Ball 2019
Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir unnu Milano Grand Ball 2019 latin keppnina í flokki u21. Gylfi Már Hrafnsson og Maria Tinna Hauksdóttir urðu í 5.sæti í Ballroom í u21 og Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir lentu í 7.sæti í ballroom í u21. Alex Gunnarsson og Ekaterina Bond voru í 5.sæti í Amateur Ballroom.
Sjá má flest pörin, m.a. vinningsparið, á RIG keppninni (Reykjavík International Games) sem haldin verður í Laugardalshöllinni á sunnudaginn kemur (27.janúar 2019). Sýnt verður frá henni á RÚV um kvöldið. Miðasala á Tix (undir Dans)