Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
Fyrsti keppandi stjörnuflokks á dansíþróttamóti á Íslandi
Um helgina keppti fyrsti einstaklingurinn í stjörnuflokki. Stjörnuflokkur er keppnisflokkur fyrir börn og fullorðna með fötlun. Sú sem braut blað í íslenskri dansíþróttasögu var hún Agata Erna Jack, en hún keppti með hjálp þjálfara síns henni Lilju. Óskum henni til...
Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum og bikarmeistaramót
Um helgina fóru fram Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum og bikarmeistaramót ásamt opnum mótum í samkvæmisdansi. Mótin voru haldnir í Íþróttahúsinu í Strandgötu og þar var stigin tignarlegur dans í bland við suðrænar sveiflur. Mótinu var streymt í beinu streymi þar sem...
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2025
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nikita Bazev og Hönnu Rún Óladóttur Bazev frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2025.
Þau dansa í flokki fullorðinna atvinnumanna í latin dönsum.
Árið 2025 hefur verið viðburðarríkt hjá Nikita og Hönnu Rún og þeirra helsti árangur þessa árs er eftirfarandi:
– Íslandsmeistarar í latin dönsum atvinnumanna
– 3. sæti á evrópumeistaramóti WDSF
– 5. sæti á heimsmeistaramóti WDSF
– 1. sæti á heimslista í sínum flokki, sitja í dag í 2. sæti þar með 5.428 stig.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2025 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is