Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
Dansþing DSÍ 2022
Dansþing Dansíþróttasambands Íslands (DSÍ) 2022 var haldið þann 18. maí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 46 þingfulltrúi frá aðildarfélögum DSÍ mættu til þings. Valdimar Leó Friðriksson var þingforseti og bauð alla velkomna. Bergrún stefánsdóttir flutti skýrslu...
Frábær árangur íslenskra danspara á erlendri grundu
EM WDC Þau Alex Gunnarsson og Ekaterina Bond náðu 3 sæti í fullorðnum ballroom dönsum Þau Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir náðu þeim árangri að sigra í flokki u21 latín dönsum. Þau Eden Ólafsson og Freyja Örk Sigurðardóttir náðu silfri í u14...
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2023
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is