Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu við verðlaunaafhendinu í flokki Börn I C-J Latin að dansparið Benjamín Þór Maríuson og Lovísa Lilja Brim Þórarinsdóttir voru lesin í annað sætið en áttu með réttu að deila fyrsta sætinu með parinu sem að var lesið í fyrsta sætið,Ég fyrir hönd...
Íslensk dansíþróttapör náðu frábærum árangri erlendis
Nú nýlega eru nokkur erlend mót búin að fara fram. Það er UK open í Englandi, WDSF International open á Ítalíu, Satolia Dance festival í Grikklandi. Mörg íslensk pör kepptu á sterku mótunum og frábær árangur í heild einkenndi mótin. UK open Alex Freyr og Ekaterina...
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2023
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is