Dansíþróttasamband Íslands

Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum. 

Nýjustu fréttir

 

Íslenskir sigrar erlendis

Íslenskir sigrar erlendis

Þau Sara Rós og Nicolo kepptu á Cambris Dancesport Weekend á dögunum í 10 dönsum og náðu að sigra mótið. Þau tóku einnig þátt í opnu móti og náðu í úrslit í bæði latín og Ballrom. Lentu í 5. og 7. sæti Þau Pétur Gunnarsson og Polina Oddr tóku þátt í World Grand Prix í...

Landsliðsæfingar og æfing ungra og efnilegra

Landsliðsæfingar og æfing ungra og efnilegra

Eftir marsmótið voru haldnar æfingabúðir fyrir landsliðið sem og Unga og efnilega. Pörin fengu einkatíma með Bo, Carmen og Carol í Ballroom og latín. Eins héldu kennararnir hóptíma fyrir pörin. Gaman var að sjá öll andlitin og metnaðinn sem pörin lögðu í...

Úrslit móta

Mótaskráning

Lög og Reglur

DANSMÓT DSÍ 2026 Rig Open / febrúar mót – 24. janúarRig Open Íslandsmeistaramót í meistaraflokki – Standard Bikarmót í meistaraflokki – Latin Grunnsporamót í efsta getustigi Mars Mót 15. mars :Íslandsmeistararmót í meistaraflokki – Latin Bikarmót í meistaraflokki – Standard Grunnsporamót Bikarmót í efsta getustigiMaí Mót 2.-3. maí: íslandsmeistararmót í 10 dönsum Grunnsporamót Íslandsmót í efstagetustigi DSÍ Open – Latin DSÍ Open – StandardSkráningarsíða DSÍEf þið hafið spurningar, ekki hika við að senda e-mail á dsi@dsi.is

Dansíþróttapar ársins 2023

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.

Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót. 

Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð

Dansíþróttasamband Íslands

Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is