
Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir

Norður Evrópumeistaramótið í Tallinn Eistlandi
Þann 24.- 26. nóvember fer fram Norðurevrópumeistaramót WDSF í Tallinn Eistlandi Hér má finna allar upplýsingar um mótið https://www.tallinnopen.eu/ Hafi fólk áhuga á að skrá sig er bent á að sækja fyrst um e-kort WDSF en það þarf til að skrá á mótið Það er gert hér...

Heimsmeistaramót Ungmenna Ballroom WDSF í Ungverjalandi
Heimsmeistaramótið í ballroom dönsum ungmenna WDSF fer fram á morgun laugardaginn 23. September í Szombathely Ungverjalandi. Ísland á 4 frábæra fulltrúa á mótinu. Það eru þau Hilmar Már Sigurpálsson og Freydís María Sigurðardóttir, Viðar Snær Hilmarsson og...

Landslið

Fréttir

Úrslit móta

Mótaskráning

Lög og Reglur
DANSMÓT DSÍ 2025
25. jan 2025
RIG – Reykjavík International games Laugardalshöll
16. febrúar 2025 Fagralundi
Íslandsmeistaramót í standard meistaraflokkur
Bikarmót í latín, meistaraflokkur
Grunnsporamót
16. mars 2025 Strandgötu
Íslandsmeistaramót í latin, meistaraflokkurBikarmót í standard, meistaraflokkur
Bikarmót í hæsta getustigi í grunnsporum
17.-18. maí 2025
Íslandsmeistaramót í grunnsporum í hæsta getustigi
Íslandsmeistaramót 10 dönsum meistaraflokkur,
DSÍ Opin standard og latín dönsum
Junior Open
Ef þið hafið spurningar, ekki hika við að senda e-mail á dsi@dsi.is /bergrun@dsi.is
Dansíþróttapar ársins 2023

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð

Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
bergrun@dsi.is