Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
Sara og Nicolo unnu danskeppni í Kanada
Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolò Barbizi unnu ballroom danskeppnina Snowball Classic í Vancover í Kanada og lentu svo í 4.sæti í latin. Sara og Nicolo lentu einnig í 4.sæti á WDSF Open 10 dance á Rembrandt Cup í Almere í Hollandi en það voru 25 pör sem hófu keppni. Þau...
Bilbao
WDSF World championships var haldin í Bilbao á Spáni og fóru 2 pör fyrir Íslands hönd. Adrian Romanowski og Rebekka Ýr Arnardóttir lentu í 40-41. sæti og Fannar Kvaran og Fanný Helga Þórarinsdóttir 65-67. sæti. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2025
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nikita Bazev og Hönnu Rún Óladóttur Bazev frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2025.
Þau dansa í flokki fullorðinna atvinnumanna í latin dönsum.
Árið 2025 hefur verið viðburðarríkt hjá Nikita og Hönnu Rún og þeirra helsti árangur þessa árs er eftirfarandi:
– Íslandsmeistarar í latin dönsum atvinnumanna
– 3. sæti á evrópumeistaramóti WDSF
– 5. sæti á heimsmeistaramóti WDSF
– 1. sæti á heimslista í sínum flokki, sitja í dag í 2. sæti þar með 5.428 stig.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2025 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is