Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir
íslensk pör á faraldsfæti á nýja árinu
Núna um helgina fer fram mótið Champions of tomorrow í Blackpool Englandi. Nokkur íslensk pör taka þátt í því móti og hægt er að fylgjast með mótinu í beinu streymi hér https://www.dsi-london.tv/customer/account/login. Óskum öllum góðs gengis
Heimsmeistaramót Ungmenna WDSF standard dönsum
Um helgina mun Heimsmeistaramót Ungmenna WDSF í standarddönsum fara fram í Zagreb í Króatíu. Þar á Íslands flotta fulltrúa. Þorsteinn Andri Thorarensen og Christa Hrönn Davíðsdóttir munu stíga á dansgólfið næstkomandi Laugardag 17. desember 2022. Við óskum þeim góðs...
Landslið
Fréttir
Úrslit móta
Mótaskráning
Lög og Reglur
Dansíþróttapar ársins 2023
Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð
Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is