
Dansíþróttasamband Íslands
Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum.
Nýjustu fréttir

Heimsmeistaramót ungmenna WDSF í latín dönsum
Í dag fer fram heimsmeistaramót ungmenna í latín dönsum WDSF. Mótið er haldið í Sarajevo. Ísland á fulltrúa á mótinu en það eru þau Grímur Arnarsson Arnarson og Katrín Klara Ásgeirsdóttir. hægt er að fylgjast með í beinu streymi hér...
Heimsmeistaramót WDSF í 10 dönsum fullorðinna og ungmenna
Núna um helgina fara fram 2 heimsmeistaramót WDSF. Annars vegar er það heimsmeistaramót fullorðinna 10 dönsum WDSF sem haldið er í Yerevan Armeníu. Þar munu þau Nicolo Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir etja kappi við bestu 10 dansara heims. Mótið fer fram laugardaginn...

Landslið

Fréttir

Úrslit móta

Mótaskráning

Lög og Reglur
DANSMÓT DSÍ 2025
25. jan 2025
RIG – Reykjavík International games Laugardalshöll
16. febrúar 2025 Fagralundi
Íslandsmeistaramót í standard meistaraflokkur
Bikarmót í latín, meistaraflokkur
Grunnsporamót
16. mars 2025 Strandgötu
Íslandsmeistaramót í latin, meistaraflokkurBikarmót í standard, meistaraflokkur
Bikarmót í hæsta getustigi í grunnsporum
17.-18. maí 2025
Íslandsmeistaramót í grunnsporum í hæsta getustigi
Íslandsmeistaramót 10 dönsum meistaraflokkur,
DSÍ Opin standard og latín dönsum
Junior Open
Ef þið hafið spurningar, ekki hika við að senda e-mail á dsi@dsi.is /bergrun@dsi.is
Dansíþróttapar ársins 2023

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.
Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót.
Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð

Dansíþróttasamband Íslands
Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
bergrun@dsi.is