Dansíþróttasamband Íslands

Dansíþróttasamband Íslands er samband allra héraðssambanda og íþróttabandalaga innan ÍSÍ sem hafa innan sinna vébanda félög er iðka, æfa og keppa í dansíþróttum. 

Nýjustu fréttir

 

Sigur í Kína

Sigur í Kína

Þau Alex Freyr Gunnarsson og Ekaterina Bond frá DÍH unnu til gullverðlauna á GLDC World Cup 2023 í Shenzen í Kína í í gær í Ballroom dönsum à vegum Ganglongdance en fyrir hafa þau unnið í Taipei, Beijing í sumar sem er frábær árangur hjá þessu glæsilega danspari....

Íslensk pör keppa á HM standard WDSF Kína

Íslensk pör keppa á HM standard WDSF Kína

Þann 21. júlí fer fram Heimsmeistaramótið í Wuxi í Kína ásamt Grand Slam mótum 22.-23. júlí. 4 flottir fulltrúar frá Íslandi keppa þar. Það eru þau Sara Rós Jakobsdóttir og Nicolo Barbizi, Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Svandís Ósk Einarsdóttir. Mótið verður streymt í...

Úrslit móta

Mótaskráning

Lög og Reglur

DANSMÓT DSÍ 2026 Rig Open / febrúar mót – 24. janúarRig Open Íslandsmeistaramót í meistaraflokki – Standard Bikarmót í meistaraflokki – Latin Grunnsporamót í efsta getustigi Mars Mót 15. mars :Íslandsmeistararmót í meistaraflokki – Latin Bikarmót í meistaraflokki – Standard Grunnsporamót Bikarmót í efsta getustigiMaí Mót 2.-3. maí: íslandsmeistararmót í 10 dönsum Grunnsporamót Íslandsmót í efstagetustigi DSÍ Open – Latin DSÍ Open – StandardSkráningarsíða DSÍEf þið hafið spurningar, ekki hika við að senda e-mail á dsi@dsi.is

Dansíþróttapar ársins 2023

Dansíþróttasamband Íslands hefur kosið Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar sem Dansíþróttapar ársins 2023.

Þau eru búsett í Danmörku og á Íslandi þar sem þau stunda æfingar og ferðast á danskeppnir um Evrópu og víðar um heiminn. Þau keppa fyrir Íslands hönd og eru meðlimir í Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Árið 2023 hefur verið viðburðarríkt hjá Nicolo Barbizi og Söru Rós Jakobsdóttur. Þau hafa reglulega keppt á opnum mótum erlendis fyrir Íslands hönd með góðum árangri ásamt alþjóðlegum stórmótum WDSF, en þau unnu sér keppnisrétt í öllum 3 greinunum, Standard, Latin og 10 dönsum, á Heims- og Evrópumeistaramót. 

Stjórn DSÍ óskar dansíþróttapari ársins 2023 sem og öllum pörum sem tilnefnd voru til hamingju með árangurinn og bjarta framtíð

Dansíþróttasamband Íslands

Engavegi 6
104, Reykjavik Iceland
dsi@dsi.is