Reglur um fjáröflunarnefnd Dansíþróttasambands Íslands
1.gr. Fjáröflunarnefnd skal skipuð af stjórn félagsins til eins árs í senn.
2.gr. Fjáröflunarnefnd skal skipuð a.m.k. þremur fulltrúum úr hópi aðildarfélaga og skal formaður valinn sérstaklega. Nefnd skiptir með sér verkum.
3.gr. Markmið fjáröflunarnefndar er að skipuleggja og sjá um framkvæmd hópverkefna í fjáröflun til styrktar DSÍ vegna kostnaðar við dansmóta á tímabilinu.
4.gr. Fjáröflunarnefnd hverju sinni tekur ákvörðun um fjölda fjáröflunarverkefna á tímabilinu. Skal nefndin svo fljótt sem við verður komið skila rekstraruppgjöri vegna hvers verkefnis til gjaldkera sambandsins, þó eigi síðar en 15 dögum eftir að verkefni lýkur.
6.gr. Fjáröflunarnefnd skal kynna stjórn DSÍ með hæfilegum fyrirvara hvenær farið verður í fjáröflunarverkefni og eða ef styrk hefur fengist.
8.gr. Ákvarðanir fjáröflunarnefndar eru gildar, þegar meiri hluti nefndarmanna tekur afstöðu og ræður atkvæði formanns úrslitum, falli atkvæði jafnt.
9.gr. Fjáröflunarnefnd skal í upphafi starfstímabils skila til stjórnar félagsins framkvæmdaáætlun yfir tímabilið. Í lok tímabils skal nefndin skila skýrslu til stjórnar um störf nefndarinnar yfir starfstímabilið.
Samþykkt á stjórnarfundi