Á morgun laugardaginn 29. nóvember 2025 fer fram 10 dansa heimsmeistaramót fullorðinna í Sarajevo.Aron Davíð Óskarsson og Freyja Örk Sigurðardóttir verða fulltrúar Íslands. Áætlað er að þau hefji keppni 12:30 að íslenskum tíma og hægt verður að fylgjast með þeim í...
Um síðustu helgi fór fram heimsmeistaramót unglinga í latin dönsum í Rúmeníu. Fulltrúar Íslands voru systkinin Gísli Svanur Reynisson og Auður Laufey Reynisdóttir sem stóðu sig með stakri prýði.
Landsliðspörin okkar eru búin að standa sig alveg frábærlega á HM og EM í þessum mánuði. Eins og fram hefur komið áður þá náðu Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir frábærum árangri á evrópumeistaramóti atvinnumanna í latin dönsum í Róm í byrjun mánaðarins sem kom...
Dansparið Nikita Bazev og Hanna Rún Bazev Óladóttir eru komin í efsta sæti á stigalista hjá Alþjóða Dansíþróttasambandinu WDSF eftir keppni þeirra á Opnu alþjóðlegu dansmóti í flokki atvinnumanna í suður amerískum dönsum. Mótið var haldið í Róm 3. október...
Dansíþróttaparið Nikita Bazev og Hanna Rún Óladóttir Bazev náðu í bronsið fyrir Ísland í suður amerískum dönsum á heimsmeistaramóti WDSF sem haldið var í Róm á Ítalíu þann 3. október. Þau keppa í atvinnumannaflokki. DSÍ óskar þeim innilega til hamingju með...